Við geymum gögnin þín - á hvaða sniði sem er!

Frá árinu 1996 hefur Gagnageymslan sérhæft sig í geymslu gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Viðskiptavinir okkar sem eru fyrirtæki jafnt sem stofnanir treysta okkur til að varðveita skjöl, gagnamiðla og tölvugögn til skemmri eða lengri tíma. Gagnageymslan ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi í geymslu gagna á hvaða sniði sem er. Í dag eru gögn og upplýsingar ein dýrmætasta eign fyrirtækja. Við höfum yfir að ráða aðstöðu, tæknibúnaði og sérþekkingu sem þarf til varðveislu gagna, hvað svo sem þau heita eða hvaða gerðar þau eru.

Með því að geyma mikilvæg skjöl hjá okkur er tryggt að aðeins réttir aðilar hafi aðgengi að skjölunum. Skjalageymsla okkar er í sérhönnuðu húsnæði og öll skjöl geymd í sérstökum kössum við rétt raka– og hitastig. Gögnum sem tilheyra rekstri eins og t.d. bókhaldsgögnum má eyða þegar þau ná 7 ára aldri. Mikilvægt er að fyrirtæki sjái til þess að gögnunum sé eytt undir eftirliti þannig að þau lendi ekki í höndum óviðkomandi. Við sjáum til þess að gögnum sem á að eyða sé eytt á viðeigandi hátt

 • Skjöl
   Í dag geymum við tæplega 12.000 kassa fyrir viðskiptavini
 • Öryggi
   Skjalageymsla okkar er tengd öryggismiðstöð 24 tíma sólahringsins allan ársins hring.
 • Þjónusta
   Okkar höfuðmarkmið er að leysa þín mál á auðveldan, arðbæran og farsælan hátt.